skip to content
Fyrirtækjaviðburðir

Starfsmannagleði í Vestmannaeyjum

Ógleymanleg ferð til Vestmannaeyja var hin fullkomna blanda af ævintýri og afslöppun.

Starfsmannagleði í Vestmannaeyjum

Ógleymanleg ferð til Vestmannaeyja var hin fullkomna blanda af ævintýri og afslöppun. Hópurinn fékk að fara í RIB safari, Eldheima safnið, í hópeflisleiki og fengum gómsætan hádegismat á veitingastaðnum Gott. Heppnin var með okkur þennan dag þar sem skólin skein og náttúran fékk að njóta sín. 

 

Við hjá Starfsmannafélagi Sólar ehf leituðum til Senu events (áður Concept Events) til að skipuleggja vorferð út á land fyrir allt starfsfólkið okkar. Við vildum hafa val um ferðir og fengum við fullt af hugmyndum til að velja úr. Lokaniðurstaða voru tvær ferðir sem Sena events svo skipulagði frá A-ö.

Sena stóðst allar væntingar og meira en það. Þvílíkt hugmyndarflæði sem þau búa yfir, það var nóg af leikjum á milli staða og alltaf eitthvað að gera. Það er bara hugsað í lausnum og þvílík skipulagshæfni sem starfsfólkið býr yfir. Allt gekk samkvæmt áætlun.

Starfsfólk okkar hjá Sólar eru flestir pólsku mælandi og fannst mér Sena events rúlla því upp að allir gátu skilið, tekið þátt í leikjum og haft gaman. Þetta var stór og fjölbreyttur hópur á öllum aldri og sneið Sena events ferðirnar alveg að öllum. Samskipti og eftirfylgni var með öllum hætti framúrskarandi. Við hjá Starfsmannafélagi Sólar hlakkar til að vinna meira með ykkur og finnst teymið ykkar frábært.

Our client's unforgettable trip to Vestmannaeyjar island in Iceland was a perfect blend of adventure and relaxation.

The day began with a scenic bus ride followed by a ferry journey on Herjolfur, setting the tone for a memorable experience.

The group embraced the sunny weather and camaraderie as they engaged in various activities. Split into smaller groups, they embarked on an exhilarating rib safari, explored the captivating Eldheimar volcano exhibition, and enjoyed a delightful lunch at the renowned Gott restaurant. Guided sightseeing showcased the island's natural beauty, while team-building games in the serene outdoor setting strengthened bonds.

The trip exceeded expectations, leaving everyone with cherished memories of a well-rounded and satisfying adventure.

Fleiri verkefni

Scroll to Top