Sjálfbærnistefna
Forsíða » Fyrirtækið og teymið » Sjálfbærnistefna
UM OKKUR
Sjálfbærnistefna
Við leggjum okkar lóð á vogaskálarnar
Sena er upplifunarfyrirtæki og ferðskrifstofa sem sérhæfir sig í hágæða viðburðum og afþreyingu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Sem ferðaskrifstofa viljum við stuðla að sjálfbærni í ferðaþjónustu á Íslandi með þessa stefnu og framkvæmd hennar í daglegum rekstri að leiðarljósi. Sena mun leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum áhrifum greinarinnar á umhverfið og jafnframt stuðla að verndun náttúrunnar.
Stjórn og starfsfólk Senu mun því:
- Stuðla að því að reksturinn taki miðaf því að lágmarka neikvæðumhverfisáhrif og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.
- Vinna árlega að úrbótum sem stuðla að minni mengun og verðmætasóun t.d. með endurnýtingu, endurvinnslu, orkusparnaði og notkun á umhverfisvænum efnum
- Hafa sjálfbærnistefnuna sýnilega almenningi og almennt hvetja til þátttöku í að vernda umhverfið með okkur.
- Stuðla að dreifingu ferðamanna í tíma og rúmi við skipulagningu ferða þar sem við á.
- Stuðla að verndun menningar- og náttúruminja.
- Ráða til starfa fólk úr heimabyggð þegar tækifæri gefst til þess og leggja áherslu á samstarf við íslensk fyrirtæki.
- Leggja áherslu á endurvinnslu og að draga úr pappírsnotkun. Gerum þær kröfur að starfsfólk okkar flokki úrgang og að samskipti bæði innan- og utanhúss séu færð yfir á rafrænt form.
- Leita eftir frekari fræðslu um umhverfismál og koma þeim upplýsingum áfram til starfsfólks og félagsmanna.
- Notum frekar umhverfismerktar vörur við þrif og almennt vistvæn innkaup, vörur sem teljast síður skaðlegar umhverfinu og eru vottaðar (eins og svansvottun).
- Tölvu og skrifstofubúnaður sé með viðeigandi umhverfis og orkusparandi merkingum.
- Að öllum spilliefnum sé fargað á viðeigandi hátt (prenthylki, rafhlöður, ljósaperur o.fl.).
- Uppfylla ákvæði laga og reglugerða sem tengjast starfseminni.
- Endurskoða sjálfbærnistefnu fyrirtækisins árlega.
Síðast uppfært í ágúst 2022