skip to content

Ráðstefnur og fundir

VIÐBURÐIR

Ráðstefnur og fundir

Áratuga sérhæfing á sviði ráðstefnuhalds tryggir faglega og farsæla ráðstefnu

Sena ráðstefnur býr yfir áratuga þekkingu og reynslu í alhliða ráðstefnuþjónustu sem byggir á grunni CP/Congress Reykjavík sem stofnað var árið 2000 að viðbættri þeirri reynslu sem varð til við sameininguna við Senu árið 2019.

Við leggjum áherslu á gott samstarf við okkar viðskiptavini og samstarfsaðila og höfum að leiðarljósi að þau verkefni sem við komum að séu vel heppnuð og ógleymanleg.

Teymið okkar nýtir alla sína þekkingu þér í hag svo að ráðstefnan fari sem best fram.

Er . framundan?

RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR

Alhliða skipulagning

Ráðstefnudeild Senu hefur skipulagt og haldið utan um fjöldann allan af ráðstefnum og fundum í gegnum tíðina. Allt frá 100 manns upp í 2.450 manna ráðstefnu sem er enn stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis. Nú síðast kom Sena m.a.  að skipulagi Leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu árið 2023.

DSC_1734

Eitt fremsta ráðstefnukerfi í heiminum í dag

Kerfið gerir okkur kleift að aðlagast þörfum viðskiptavina og hentar það fyrir ráðstefnur af öllum stærðum og gerðum. Kerfið inniheldur nútíma lausnir sem auðvelda líf allra sem að rástefnunum koma og gera upplifun á þeim ánægjulegri.

Uppsetning skráningakerfa

Uppsetning og utanumhald á skráningum og gestafyrirlesurum ásamt móttöku og birtingu á útdráttum (abströktum).

Framkvæmdaáætlun

Við setjum upp framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið sem inniheldur tímalínu, verkáætlun og kostnaðaráætlun.

DSC_1600

Hljóð, ljós og tæknifólk

Samskipti og skipulagning á tæknilegum atriðum eins og lýsingu, hljóði, umgjörð og öðrum tæknilegum þáttum viðburðarins.

DSC_1613

Bókanir / Samskipti

Bókanir á flugi, gistingu, fundarstöðum, akstri, veitingum og skemmtiatriðum.

Skipulagning á skoðunarferðum og annarri afþreyingu.

Markaðs- og ímyndarmál

Lógó, vefsvæði, markaðs- og kynningarefni ásamt heildaryfirbragði í samvinnu við hönnuði og arkítekta

Auglýsinga- og bæklingagerð, prentun á dagskrá.

DSC_1474

Hönnun á sýningarsvæði

Hönnun á sýningarsvæði, bókanir á sýningakerfum, teikningar og gólfplön í samvinnu við sýnendur.

Af hverju Sena?

Starfsfólk okkar býr yfir áratuga reynslu af skipulagningu og framkvæmd viðburða allt frá Ed Sheeran, stærstu tónleika Íslandssögunnar til almennra hátíðarhalda, svo sem hátíðarkvöldverða fyrir alþjóleg fyrirtæki og hvataferðir sem hafa veitt hundruðum viðskiptavina innblástur og byggt upp ævilöng viðskiptasambönd ásamt því að búa til ógleymanlegar minningar.

Sérsniðin teymi

Teymi er sett saman fyrir hvert verkefni miðað við þarfir viðskiptavina. Sótt er í víðtæka þekkingu starfsfólks Senu og fjölda verktaka sem vinna með okkur til að tryggja einstaka upplifun. 

Dagmar Haraldsdóttir

Sviðsstjóri

Elísabet Arna Þórðardóttir

Verkefnastjóri

Lára B. Pétursdóttir

Sviðsstjóri

Ólafur Þór Jóelsson

Sviðsstjóri

Alexandra Jóhanna Bjarnadóttir

Verkefnastjóri

alexandra@sena.is

hafa samband

Ráðstefnuteymið okkar býr yfir áratuga reynslu á sviði ráðstefnuskipulagningar og framkvæmdar á ráðstefnum og fundum af öllum stærðargráðum. Við hlökkum til að heyra frá þér og vinna með þér að ráðstefnunni þinni. 

Scroll to Top