skip to content
Fyrirtækjaviðburðir

Sidekick starfsmannadagur

"This corporate day surpassed expectations, epitomizing growth and unity."

Sidekick starfsmannadagur

Starfsmannadagur fyrir bandaríska fyrirtækið Sidekick innihélt morgunverð, fundi, vinnustofur og hádegisverð í Kjósinni. Um kvöldið var kvöldverður á Iðnó með tónlistaratriðum og skemmtikröftum. 

Dagurinn hófst á rútuferð upp í Kjós í Hvalfirði. Að loknum ljúffengum morgunverði tóku við áhugaverðir fyrirlestrar og vinnustofur og í kjölfarið afar líflegar pallborðsumræður. Hádegisverðurinn fór fram í litríku umhverfi við útiplöntur og skreytingar, sem skapaði skemmtilegt andrúmsloft.

Kvöldverðurinn fór fram á Iðnó og var sérstaklega eftirminnilegur. Glæsilegur kvöldverður, nammibar var á svæðinu með hollustu ívafi og svo var dansað fram á nótt undir tónlist frá DJ Dóru Júlíu og MC Gauta. 

Ljósmyndaklefi og blöðrulistamaður settu svo punktinn yfir i-ið hvað upplifun bandarísku starfsmannanna varðaði og vöktu enn frekari kátínu og gleði. Þessi fyrirtækjadagur fór fram úr björtustu væntingum þátttakenda og skildi eftir sig ógleymanlegar minningar.

Fleiri verkefni

Scroll to Top