Sjálfbærnivottun travelife
Forsíða » Fyrirtækið og teymið » Sjálfbærnivottun Travelife
UM OKKUR
Sjálfbærnivottun Travelife
Sena er stoltur meðlimur Travelife
Fyrirtækið er nú stoltur meðlimur Travelife og hefur hafið það ferli að innleiða þau skilyrði sem þarf til að uppfylla alþjóðlega sjálfbærnistaðla. Travelife er þriggja fasa vottunarkerfi fyrir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur.
- (1) Travelife Engaged
- (2) Travelife Partner
- (3) Travelife Certificate
Travelife fyrir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur er alþjóðlega viðurkennt og stutt af ferðaþjónustu á heimsvísu sem ákjósanlegasti kosturinn fyrir sjálfbærniþjálfun, stjórnun og vottun fyrir sjálfbærni í ferðaþjónustu. Staðlar Travelife eru formlega viðurkenndir af GSTC (Global Sustainable Tourism Council).
Fyrirtækið er nú í fyrsta fasa en vinnur að því að komast áfram í ferlinu og verða að lokum fullgildur meðlimur. Til þess að standast þær kröfur sem settar eru þarf fyrirtækið að uppfylla yfir 100 skilyrði sem skiptast aðallega niður á fimm lykilþætti, en þeir eru; rekstur skrifstofu, vöruþróun, samstarf við birgja, samskipti við viðskiptavini og áfangastaðir.
Sjálfbærni og mikilvægi þess að samræma vinnubrögð skilar ávinning fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Fyrirtækið skuldbindur sig við að leggja sitt af mörkum og velur að vinna eftir skilyrðum Travelife og hefur þau að leiðarljósi til að ná settu markmiði.