fbpx
Back arrow

Þín upplifun - okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta, horfa og spila. Við spilum leiki, horfum á kvikmyndir daginn út og inn og um leið tökum við eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og frábærar móttökur fólksins í landinu.

 

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum @

 • Nánar um Senu

  Tölvuleikir

  Bestu leikirnir frá mörgum stærstu framleiðendum í heimi fara hér í gegn. Við erum umboðsaðili PlayStation og tölvuleikjasnillinganna hjá Electronic Arts, Sony Computer Entertainment, Konami, Actavision, Take 2 Interactive, THQ, Atari, Sega og Vivendi Games. Okkur leiðist það ekkert.

  Viðburðir

  Eitt það skemmtilegasta sem við gerum er að skipuleggja tónleika. Við höfum fengið mörg stærstu nöfn rokksins til að koma hingað auk poppstjarna og meistara klassískrar tónlistar. Ekki er síður skemmtilegt að setja upp stórtónleika með íslenskum stjörnum og smærri tónleika með alls konar snillingum. Auk þess höfum við vinsælar leikhússýningar á samviskunni sem sumar gengu fyrir fullu húsi svo árum skipti.

  Kvikmyndir

  Sena er umboðs- og dreifingaraðili fyrir tvö af stóru kvikmyndastúdíónum, 20th Century Fox og Sony Pictures. Við vinnum einnig mjög náið með öllum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum og má þar sérstaklega nefna RVK Studios, Zik Zak, Kisi og margir fleiri.

  Kvikmyndahús

  Við rekum kvikmyndahús á þremur stöðum.

  Smárabíó

  Smárabíó er vinsælasta kvikmyndahús landsins, með hágæða þrívíddartækni og Laser varpa í hverjum sal og bestu hljóðkerfi sem völ er á. Smárabíó MAX salurinn notast við 4K Barco Laser og Dolby Atmos hljóðkerfi. Húsið rúmar yfir 1.000 manns í sæti í fimm sölum og varð fyrst til að bjóða Íslendingum upp á að fylgjast með beinum útsendingum í þrívídd frá stórum íþróttaviðburðum. Takmark þess er skýrt; að bjóða gestum upp á hámarksgæði í öllum sölum. Við erum með mestu myndgæðin, mestu hljóðgæðin, stór sýningartjöld og öll sæti eru með gott útsýni. Smárabíó leitast við það á hverjum degi að vera kvikmyndahús á heimsmælikvarða.

  Háskólabíó

  Háskólabíó þykir okkur einnig mjög vænt um, enda er það heimili íslenskra kvikmynda. Háskólabíó tók til starfa árið 1961 og var til að byrja með einn salur í húsinu sem var tekið fagnandi af kvikmyndaþyrstum landsmönnum. Árið 1989 var byggt við húsið og fjórir minni salir voru teknir í notkun með samtals 840 sætum. Þann 1. maí 2007 tók Sena við rekstri kvikmyndasýninga í Háskólabíói. Húsið gekk í gegnum miklar endurbætur sem miðuðu að því að bæta aðgengi og þægindi bíógesta. Háskólabíó hefur ríka sögu og mikla sál. Gestir upplifa einstakt andrúmsloftið og njóta þess fram í fingurgóma að horfa á góðar kvikmyndir í Háskólabíói.

  Borgarbíó

  Borgarbíó á Akureyri er eitt elsta kvikmyndahús landsins og er nú með tveimur sölum.

 • Starfsfólk

  Sena

 • Tengd félög
 • Sækja merki
 • Hafa samband
  • Ég samþykki Persónu­verndar­stefnu Senu og samþykki að ofangreindar upplýsingarnar séu geymdar í allt að 30 daga.