fbpx
Back arrow

FRÉTTATILKYNNING

SENA, SENA LIVE OG CP REYKJAVÍK SAMEINAST Í EITT FÉLAG

Fyrirtækin Sena, Sena Live og CP Reykjavík hafa sameinast í eitt félag undir nafninu Sena. Sena mun í krafti sameiningar bjóða upp á hágæða upplifanir á öllum sviðum viðburða og afþreyingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Sena rekur í dag kvikmyndahúsin Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri, er umboðs- og dreifingaraðilar Playstation, Sony Pictures og 20th Century Fox Entertainment ásamt því að vinna í nánu samstarfi við íslenska kvikmyndaframleiðendur.

Sena Live er í dag fremsti tónleikahaldari landsins og hefur haldið stórtónleika á borð við Ed Sheeran, Justin Timberlake, Justin Bieber, uppistandssýningar með öllum helstu grínistum heims, auk árlegra viðburða á borð við Jólagesti Björgvins og tónlistarhátíðina Iceland Airwaves.

CP Reykjavík er leiðandi á Íslandi þegar kemur að fyrirtækjaviðburðum, hvataferðum og ráðstefnum. Má þar nefna skipulagningu ferða kaupstefnunnar Vestnorden og ráðstefnu norrænna ljósmæðra.

CP Reykjavík hefur einnig umsjón með skipulagningu árshátíða margra stærstu fyrirtækja landsins á borð við Bláa Lónið, Ölgerðina, og Íslandsbanka. Þá sér CP Reykjavík um sérhannaðar ferðir erlendra viðskiptahópa og fyrirtækja til Íslands.

Sena Live, keypti í september í fyrra meirihluta CP Reykjavík, en frá og með 1. október munu rekstareiningarnar þrjár sameinast í eitt félag. Áætluð velta sameinaðs félags árið 2019 er um 4.7 milljarðar króna, fastir starfsmenn eru 28 talsins, og um 110 starfsmenn eru í hlutastörfum. Félagið Sena er eftir sameininguna í eigu Jóns Diðriks Jónssonar og lykilstjórnenda.

Með sameiningu fyrirtækjanna verður til á einum stað gríðarleg þekking og reynsla í skipulagningu hvers kyns viðburða. Sena getur nú boðið upp á sérþekkingu í útfærslu á viðburðum fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga og getur mætt hörðustu kröfum gesta sem og íslenskra og erlendra fyrirtækja. Að hverju verkefni kemur kröftugt og fjölhæft teymi sem nýtir víðtæka reynslu og sérþekkingu hvers og eins til að skapa óviðjafnanlega heildarmynd.

„Þessi sameining gerir okkur kleift að nýta þá gríðarmiklu þekkingu og reynslu sem hver starfsmaður býr yfir til að sameinast í eitt, öflugt teymi með fagmennsku og ástríðu að leiðarljósi“ segir Jón Diðrik Jónsson forstjóri Senu um sameininguna.

Starfsemi Senu skiptist nú í tvö grunnsvið: viðburði og afþreyingu. Undir viðburðasviðið heyra annars vegar lifandi sýningar, svo sem tónleikar, uppistönd og Iceland Airwaves og hins vegar fyrirtækjaviðburðir, svo sem ráðstefnur, hvataferðir og árshátíðir. Undir afþreyingarsviðið heyrir dreifing kvikmynda, Playstation og rekstur kvikmyndahúsa. Framkvæmdastjóri viðburðasviðs er Ísleifur B. Þórhallsson og framkvæmdastjóri afþreyingarsviðs er Konstantín Mikaelsson.

Starfsfólk Senu hlakkar til að geta boðið einstaklingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu þar sem sameiginlegur sköpunarkraftur þessara afla kemur saman. Hvort sem um er að ræða heimsklassa tónleika, ógleymanlega hópaferð, ráðstefnu í hæsta gæðaflokki, stórskemmtilega árshátíð eða nýjustu stórmyndina, þá er okkar hugsjón alltaf sú sama: Þín upplifun er okkar ástríða!

Nánari upplýsingar veitir Jón Diðrik í netfangi: jd@sena.is

 • Nánar um Senu

  Tölvuleikir

  Bestu leikirnir frá mörgum stærstu framleiðendum í heimi fara hér í gegn. Við erum umboðsaðili PlayStation og tölvuleikjasnillinganna hjá Electronic Arts, Sony Computer Entertainment, Konami, Actavision, Take 2 Interactive, THQ, Atari, Sega og Vivendi Games. Okkur leiðist það ekkert.

  Viðburðir

  Eitt það skemmtilegasta sem við gerum er að skipuleggja tónleika. Við höfum fengið mörg stærstu nöfn rokksins til að koma hingað auk poppstjarna og meistara klassískrar tónlistar. Ekki er síður skemmtilegt að setja upp stórtónleika með íslenskum stjörnum og smærri tónleika með alls konar snillingum. Auk þess höfum við vinsælar leikhússýningar á samviskunni sem sumar gengu fyrir fullu húsi svo árum skipti.

  Kvikmyndir

  Sena er umboðs- og dreifingaraðili fyrir tvö af stóru kvikmyndastúdíónum, 20th Century Fox og Sony Pictures. Við vinnum einnig mjög náið með öllum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum og má þar sérstaklega nefna RVK Studios, Zik Zak, Kisi og margir fleiri.

  Kvikmyndahús

  Við rekum kvikmyndahús á þremur stöðum.

  Smárabíó

  Smárabíó er vinsælasta kvikmyndahús landsins, með hágæða þrívíddartækni og Laser varpa í hverjum sal og bestu hljóðkerfi sem völ er á. Smárabíó MAX salurinn notast við 4K Barco Laser og Dolby Atmos hljóðkerfi. Húsið rúmar yfir 1.000 manns í sæti í fimm sölum og varð fyrst til að bjóða Íslendingum upp á að fylgjast með beinum útsendingum í þrívídd frá stórum íþróttaviðburðum. Takmark þess er skýrt; að bjóða gestum upp á hámarksgæði í öllum sölum. Við erum með mestu myndgæðin, mestu hljóðgæðin, stór sýningartjöld og öll sæti eru með gott útsýni. Smárabíó leitast við það á hverjum degi að vera kvikmyndahús á heimsmælikvarða.

  Háskólabíó

  Háskólabíó þykir okkur einnig mjög vænt um, enda er það heimili íslenskra kvikmynda. Háskólabíó tók til starfa árið 1961 og var til að byrja með einn salur í húsinu sem var tekið fagnandi af kvikmyndaþyrstum landsmönnum. Árið 1989 var byggt við húsið og fjórir minni salir voru teknir í notkun með samtals 840 sætum. Þann 1. maí 2007 tók Sena við rekstri kvikmyndasýninga í Háskólabíói. Húsið gekk í gegnum miklar endurbætur sem miðuðu að því að bæta aðgengi og þægindi bíógesta. Háskólabíó hefur ríka sögu og mikla sál. Gestir upplifa einstakt andrúmsloftið og njóta þess fram í fingurgóma að horfa á góðar kvikmyndir í Háskólabíói.

  Borgarbíó

  Borgarbíó á Akureyri er eitt elsta kvikmyndahús landsins og er nú með tveimur sölum.

 • Starfsfólk

  Sena

 • Tengd félög
 • Sækja merki
 • Hafa samband
  • Ég samþykki Persónu­verndar­stefnu Senu og samþykki að ofangreindar upplýsingarnar séu geymdar í allt að 30 daga.