Back arrow

Söng og dans

Svanavatnið

Lengd

180 mínútur

Frumsýnd

12. jún 2018

Lengd

180 mínútur

Frumsýnd

12. jún 2018

Konunglegi ballettinn kynnir nýja útfærslu af dásamlega verki Tsjaíkovskíjs, Svanavatnið, þar sem danshöfundurinn Liam Scarlett kemur með spennandi viðbót og John MacFarlane hannar sviðið.

Svanavatnið hefur átt miklu fylgi að fagna og verið reglulegur liður í efnisskrá Konunglega ballettsins síðan árið 1934. En þetta leikárið ætlar Konunglegi ballettinn að endurvekja verkið með viðbótum frá Liam Scarlett en undanfarið hefur hann verið í residensíu hjá þessari virtu stofnun. Liam er trúr texta Petipa-Ivanovs en skapar þó ferska sýn á þessum klassíska dansi með aðstoð frá hönnuðinum John MacFarlane.

+ Lesa meira

Siegfried prins rekst á svani nokkra þegar hann er á veiðum. Þegar einn svanurinn breytist í fallega konu, Odette, verður hann yfir sig hrifinn. En á henni hvíla álög sem halda henni í svanslíki og hún getur aðeins tekið á sig sína raunverulegu mynd að nóttu til.

Svanavatnið var fyrsta tónverkið sem Tsjaíkovskíj samdi fyrir ballett. Í dag er þetta ástsælasti klassíski ballett allra tíma og því ótrúlegt að vita að hann fékk dræmar viðtökur eftir frumsýninguna árið 1877. Þökk sé uppsetningu Mariusar Petipa og Lev Ivanovs árið 1895 er þetta nú einn þekktasti og virtasti ballett dagsins í dag. Velgengnina má ekki aðeins rekja til guðdómlegrar hljómfegurðar Tsjaíkovskíjs heldur einnig til gullfallegra andstæðna sem finna má í kóreógrafíu Petipa annarsvegar og lýríkur Ivanovs hinsvegar.

Ballettinn er um 3 klukkustundir að lengd með tveimur hléum.

DANSHÖFUNDUR – LIAM SCARLETT eftir MARIUS PETIPA og LEV IVANOV
TÓNLIST – PJOTR ILJITSJ TSJAÍKOVSKÍJ

Lengd

180 mínútur

Frumsýnd

12. jún 2018

Konunglegi ballettinn kynnir nýja útfærslu af dásamlega verki Tsjaíkovskíjs, Svanavatnið, þar sem danshöfundurinn Liam Scarlett kemur með spennandi viðbót og John MacFarlane hannar sviðið.

Svanavatnið hefur átt miklu fylgi að fagna og verið reglulegur liður í efnisskrá Konunglega ballettsins síðan árið 1934. En þetta leikárið ætlar Konunglegi ballettinn að endurvekja verkið með viðbótum frá Liam Scarlett en undanfarið hefur hann verið í residensíu hjá þessari virtu stofnun. Liam er trúr texta Petipa-Ivanovs en skapar þó ferska sýn á þessum klassíska dansi með aðstoð frá hönnuðinum John MacFarlane.

+ Lesa meira

Siegfried prins rekst á svani nokkra þegar hann er á veiðum. Þegar einn svanurinn breytist í fallega konu, Odette, verður hann yfir sig hrifinn. En á henni hvíla álög sem halda henni í svanslíki og hún getur aðeins tekið á sig sína raunverulegu mynd að nóttu til.

Svanavatnið var fyrsta tónverkið sem Tsjaíkovskíj samdi fyrir ballett. Í dag er þetta ástsælasti klassíski ballett allra tíma og því ótrúlegt að vita að hann fékk dræmar viðtökur eftir frumsýninguna árið 1877. Þökk sé uppsetningu Mariusar Petipa og Lev Ivanovs árið 1895 er þetta nú einn þekktasti og virtasti ballett dagsins í dag. Velgengnina má ekki aðeins rekja til guðdómlegrar hljómfegurðar Tsjaíkovskíjs heldur einnig til gullfallegra andstæðna sem finna má í kóreógrafíu Petipa annarsvegar og lýríkur Ivanovs hinsvegar.

Ballettinn er um 3 klukkustundir að lengd með tveimur hléum.

DANSHÖFUNDUR – LIAM SCARLETT eftir MARIUS PETIPA og LEV IVANOV
TÓNLIST – PJOTR ILJITSJ TSJAÍKOVSKÍJ