fbpx
Back arrow

Drama, Gamanmynd

Once Upon a Time in Hollywood

Leikstjórn

Quentin Tarantino

Frumsýnd

14. ágú 2019

Handrit

Quentin Tarantino

Land

USA

Leikstjórn

Quentin Tarantino

Frumsýnd

14. ágú 2019

Handrit

Quentin Tarantino

Land

USA

Sögusviðið er Los Angeles á síðustu árum gullaldarinnar í Hollywood, árið 1969. Við fylgjumst með degi í lífi leikarans Rick Dalton (Leonardo DiCaprio) ásamt Cliff Booth (Brad Pitt), dyggum áhættuleikara hans. Saman standa þeir báðir frammi fyrir gífurlegum breytingum í iðnaðinum og er vinnuumhverfi þeirra félaga orðið þeim sama og óþekkjanlegt.

 

Á meðan frægðarsól Ricks fer hægt og rólega dvínandi, og tækifærum fækkandi hjá besta vini hans samhliða því, kynnumst við einnig hinni upprennandi leikkonu Sharon Tate (Margot Robbie), nágrannakonu Ricks, sem virðist eiga alla framtíðina fyrir sér. Á skömmum tíma tekur líf þessara þriggja skemmtikrafta óvænta stefnu á skömmum tíma og mæta þeim ýmis öfl úr öllum áttum sem eiga eftir að koma þeim og fleirum í opna skjöldu.

 

Once Upon a Time in Hollywood er lauslega byggð á þekktum bransasögum og sameinar raunveruleika og skáldskap með nýstárlegum hætti. Um er að ræða níundu kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino og hefur útkoman verið ausin lofi víða um heim. Auk stórleikaranna Leonardo DiCaprio, Brad Pitt og Margot Robbie fara mörg þekkt andlit með aukahlutverk í myndinni, en á meðal þeirra eru Al Pacino, Kurt Russell, Dakota Fanning, Bruce Dern, Timothy Olyphant, Damian Lewis og Luke Perry.

Leikstjórn

Quentin Tarantino

Frumsýnd

14. ágú 2019

Handrit

Quentin Tarantino

Land

USA

Aðalhlutverk

  • Leonardo DiCaprio
  • Brad Pitt
  • Margot Robbie
  • Al Pacino

Sögusviðið er Los Angeles á síðustu árum gullaldarinnar í Hollywood, árið 1969. Við fylgjumst með degi í lífi leikarans Rick Dalton (Leonardo DiCaprio) ásamt Cliff Booth (Brad Pitt), dyggum áhættuleikara hans. Saman standa þeir báðir frammi fyrir gífurlegum breytingum í iðnaðinum og er vinnuumhverfi þeirra félaga orðið þeim sama og óþekkjanlegt.

 

Á meðan frægðarsól Ricks fer hægt og rólega dvínandi, og tækifærum fækkandi hjá besta vini hans samhliða því, kynnumst við einnig hinni upprennandi leikkonu Sharon Tate (Margot Robbie), nágrannakonu Ricks, sem virðist eiga alla framtíðina fyrir sér. Á skömmum tíma tekur líf þessara þriggja skemmtikrafta óvænta stefnu á skömmum tíma og mæta þeim ýmis öfl úr öllum áttum sem eiga eftir að koma þeim og fleirum í opna skjöldu.

 

Once Upon a Time in Hollywood er lauslega byggð á þekktum bransasögum og sameinar raunveruleika og skáldskap með nýstárlegum hætti. Um er að ræða níundu kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino og hefur útkoman verið ausin lofi víða um heim. Auk stórleikaranna Leonardo DiCaprio, Brad Pitt og Margot Robbie fara mörg þekkt andlit með aukahlutverk í myndinni, en á meðal þeirra eru Al Pacino, Kurt Russell, Dakota Fanning, Bruce Dern, Timothy Olyphant, Damian Lewis og Luke Perry.